02.03.1970
Sameinað þing: 36. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1736 í B-deild Alþingistíðinda. (2230)

Þinghlé

dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Forsrh., dr. Bjarni Benediktsson, hefur í veikindaforföllum sínum beðið mig að lesa hér skjöl um að kveðja Alþ. til framhaldsfundar.

Hinn 21. febr. 1970 var gefið út svo hljóðandi forsetabréf:

„Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Að ég veiti forsrh. umboð til þess að kveðja Alþingi saman til framhaldsfundar mánudaginn 2. marz 1970, kl. 14.00.

Gjört að Bessastöðum, 21. febrúar 1970. Kristján Eldjárn.

Bjarni Benediktsson.

Forsetabréf um að kveðja Alþingi til framhaldsfundar.“

„Samkvæmt umboði í forsetabréfi um að kveðja Alþingi til framhaldsfundar lýsi ég hér með yfir því, að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfundar að nýju mánudaginn 2. marz 1970, kl. 14.00.

Bjarni Benediktsson.“

Samkvæmt þessu hefjast nú framhaldsfundir Alþingis.