24.03.1970
Neðri deild: 66. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1736 í B-deild Alþingistíðinda. (2232)

Þinghlé

forseti (MÁM):

Það er samkomulag forseta Alþingis að gera nú hlé á fundarhöldum vegna páskahátíðar, og boðað er til fundar í sameinuðu þingi næst miðvikudaginn 1. apríl. Þetta er því síðasti fundurinn í hv. þd. fyrir páska. Ég vildi mega óska hv. þdm. gleðilegrar páskahátíðar og vil láta í ljós þá ósk, að þeir megi njóta páskahelginnar með fjölskyldum sínum og vinum og við megum hittast aftur allir heilir að páskahátíð lokinni til þess að ljúka störfum þessa þings.

Ég óska einnig skrifstofustjóra og starfsfólki gleðilegrar páskahátíðar. — Þessum fundi er slitið.