04.05.1970
Sameinað þing: 53. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1738 í B-deild Alþingistíðinda. (2239)

Þinglausnir

forseti (BF):

Samkvæmt venju við þinglok mun ég nú flytja yfirlit um störf Alþingis á því þingi, sem nú er að ljúka.

Þingið hefur staðið frá 10. okt. til 19. des. 1969, frá 12. jan. til 3. febr. og frá 2. marz til 4. maí 1970, alls 158 daga.

Þingfundir hafa verið haldnir:

Í neðri deild.

97

- efri deild.

92

- sameinuðu þingi

53

Alls

242

Þingmál og úrslit þeirra:

I. Lagafrumvörp:

I.

Stjórnarfrumvörp:

a.

Lögð fyrir neðri deild

33

b.

-

-

efri deild

31

c.

-

-

sameinað þing .

2

66

2.

Þingmannafrumvörp:

a.

Borin fram í neðri deild

55

b.

-

-

í efri deild.

26

81

-

147

Í flokki þingmannafrumvarpa eru

talin 7 frumvörp, sem nefndir

fluttu að beiðni ráðherra.

Úrslit urðu þessi:

a.

Afgreidd sem lög:

Stjórnarfrumvörp.

54

Þingmannafrumvörp_

19

73

b.

Felld:

Stjórnarfrumvarp.

1

Þingmannafrumvörp.

2

c.

Vísað til ríkisstjórnarinnar:

Þingmannafrumvörpum.

9

d.

Ekki útrædd:

Stjórnarfrumvörp.

11

Þingmannafrumvörp.

51

62

147

II. Þinsályktunartillögur:

a.

Bornar fram í sameinuðu þingi.

59

b.

-

-

í neðri deild

4

c.

-

-

i efri deild

6

69

Úrslit urðu þessi:

a.

Ályktanir Alþingis

18

b.

Ályktanir efri deildar

2

c.

Felld í neðri deild.

1

d.

Afgreidd með rökstuddri dagskrá

í sameinuðu þingi.

1

e.

Vísað til ríkisstjórnarinnar

í sameinuðu þingi.

2

f.

Ekki útræddar:

Í sameinuðu þingi

38

Í neðri deild

3

Í efri deild

4

-

-

45

69

III. Fyrirspurnir.

56 í sameinuðu þingi og 1 í efri deild, en

sumar eru fleiri saman á þingskjali, svo

að málatala þeirra er ekki nema

21

Allar voru fyrirspurnir þessar ræddar

nema sjö.

Mál til meðferðar i þinginu alls.

237

Tala prentaðra þingskjala .

857

Það yfirlit, sem ég hef nú lesið, sýnir, að mörg mál hafa legið fyrir þessu þingi, þótt ekki hafi þau öll hlotið endanlega afgreiðslu. Er það greinilegt, að til þess að fleiri mál komist lengra í meðförum hvers þings þarf að verða allmikil breyting á vinnubrögðum þingsins frá því, sem tíðkazt hefur um langt skeið. Það mál gerði ég að umtalsefni við þinglausnir s. l. ár. Einnig hef ég í umr. hér á Alþingi nýlega ítrekað skoðanir mínar hvað þessu viðvíkur. Skal ég ekki fara frekar út í þá sálma að öðru leyti en því, að nú sem fyrr legg ég áherzlu á, að litlar sem engar breytingar geta á orðið varðandi starfshætti Alþingis nema með samkomulagi allra flokka eða öllu heldur allra hv. þm.

Störf þess þings, sem nú er að ljúka, hafa ekki mótazt af erfiðleikum í atvinnulífi og efnahagsmálum neitt svipað því og var um störf þingsins á s.l. tveimur árum. Er það gleðilegur vottur þess, að aftur hefur birt yfir í þeim efnum, og veit ég, að það er einlæg ósk allra hv. þm., að áframhald verði á þeirri þróun.

Sumar ákvarðanir, sem teknar hafa verið á þessu þingi, miða að því að renna í framtíðinni fleiri stoðum undir íslenzkt atvinnulíf. Um þær ákvarðanir var ekki full samstaða, eins og verða vill um ýmis þau mál, sem Alþingi afgreiðir. Samt er ég þess fullviss, að þrátt fyrir skoðanamun um einstök mál er það nú sem fyrr einlæg ósk og von allra þm., að þau störf, sem Alþingi hefur af hendi leyst, megi koma þjóðinni að sem mestu gagni í bráð og lengd á öllum sviðum þjóðlífsins.

Síðustu vikur þessa þings hafa verið mjög annasamar fyrir alþm., eins og oft vill verða í þinglok, og leyfi ég mér fyrir hönd þingforsetanna að þakka hv. alþm. fyrir ágætt samstarf, sem hefur leitt til þess, að unnt er að ljúka þinginu í dag. Einnig þakka ég hæstv. ríkisstj. og öllum hv. alþm. ágætt samstarf í hvívetna á þingtímanum. Ég þakka það traust, sem mér var sýnt með því að trúa mér fyrir forsetastörfum. Einnig þakka ég þingheimi fyrir það umburðarlyndi og hjálpsemi, sem ég hef notið við störf mín í þessu sæti. Sérstakar þakkir færi ég varaforsetum, sem jafnan hafa fúslega veitt mér hina ágætustu aðstoð. Ég þakka skrifurum þingsins eljusemi og kostgæfni í störfum, og skrifstofustjóra og öllu starfsfólki Alþingis þakka ég mikið og gott starf og ánægjulega samvinnu. Öllum hv. þm. óska ég góðrar heimferðar og heimkomu. Einnig óska ég þeim og fjölskyldum þeirra gæfu og gengis. Skrifstofustjóra og starfsfólki Alþingis færi ég sömu óskir. Fyrir hönd Alþingis óska ég öllum Íslendingum árs og friðar og gleðilegs sumars.