04.05.1970
Sameinað þing: 53. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1740 í B-deild Alþingistíðinda. (2240)

Þinglausnir

Ólafur Jóhannesson:

Ég vil leyfa mér fyrir hönd þm. að þakka hæstv. forseta árnaðaróskir og hlý orð í okkar garð. Ég flyt forseta þakkir fyrir góða og réttláta fundarstjórn og fyrir gott samstarf við okkur alþm. Ég vil, og ég veit að ég mæli þar fyrir munn allra þm., óska hæstv. forseta og fjölskyldu hans alls velfarnaðar á þessu sumri og læt í ljós þá von og þá ósk, að við megum hitta hann heilan á húfi að þinghléi loknu.

Ég vil biðja hv. alþm. að staðfesta þessar árnaðaróskir mínar í garð forseta með því að rísa úr sætum [Þm. risu úr sætum.]