27.11.1969
Efri deild: 19. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (23)

3. mál, gjaldaviðauki

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Þetta frv. er svo gamalkunnugt í hv. þd., að ég sé ekki ástæðu til þess að fylgja því úr hlaði með mörgum orðum. Ég vil aðeins taka fram, að hér er ekki um að ræða neinar breytingar á þeim sköttum, sem frv. fjallar um, frá því sem verið hefur. Það hefur verið samþ. óbreytt árum saman.

Sá háttur hefur verið hafður á, sem kannske er orðinn úreltur að miða frv. við eitt gjaldaár í senn, en ég hef þó ekki séð ástæðu til að breyta formi frv. og fer því aðeins fram á heimildirnar í þetta sinn til eins árs, þ.e.a.s. fyrir árið 1970, með sama hætti og verið hefur. Ég legg til, herra forseti, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn. Það var einróma samþ. í hv. Nd. og þar sem frv. þarf að taka gildi fyrir áramót, vildi ég mega beina þeim tilmælum til hv. n., að hún sjái sér fært að taka málið fljótt til meðferðar, þannig að frv. geti fengið endanlega afgreiðslu hér í þessari hv. þd. nægilega snemma.