30.01.1970
Efri deild: 43. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í B-deild Alþingistíðinda. (250)

149. mál, tollheimta og tolleftirlit

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Eins og fram kom í framsöguræðu hæstv. fjmrh. fyrir frv. þessu við 1. umr., er þetta frv. tæknilegs eðlis einvörðungu. Um er að ræða breytingar, sem gera þarf á núgildandi l. um tollheimtu og tolleftirlit, með tilliti til hinnar nýju tollskrár, sem nú er verið að afgreiða frá hv. d. Eins og nál. á þskj. 314 ber með sér, er fjhn. eða þeir, sem viðstaddir voru á þeim fundi, þegar málið var afgreitt, sammála um að mæla með því, að það verði samþ. óbreytt.