10.03.1970
Efri deild: 53. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í C-deild Alþingistíðinda. (2885)

148. mál, dýralæknar

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Það er efni þessa frv. um breyt. á l. um dýralækna, að íbúar Breiðdalshrepps eiga samkv. frv. að njóta dýralæknisþjónustu frá Egilsstöðum, en umdæmi Hornafjarðardýralæknisins skerðist að sama skapi. Þetta er lagt til í frv., vegna þess að reynslan sýnir, að auðveldara er fyrir íbúa Breiðdalshrepps að njóta þjónustu dýralæknis frá Egilsstöðum heldur en Hornafirði, einkum þegar samgöngur eru torveldar að vetrarlagi.

Landbn. hefur haft þetta frv. til athugunar og sendi það til umsagnar til yfirdýralæknis. Og n. hefur borizt umsögn frá yfirdýralækni, sem ég vil, með leyfi hæstv. forseta, lesa hér upp. Hún er svo hljóðandi, dags. 9. febr. 1970:

„Mér hefur borizt bréf hv. landbn. Ed. Alþ. frá 29. f.m., þar sem óskað er eftir umsögn minni um brtt. Páls Þorsteinssonar alþm. við lög um dýralækna, 148. mál. Til mín hafa borizt bæði munnleg og skrifleg tilmæli frá bændum í Breiðdal um, að skipan dýralæknisumdæma verði breytt eins og gert er ráð fyrir í áðurnefndri till. Einnig hef ég rætt málið við viðkomandi héraðsdýralækna. Ég vil því mæla með því, að breyting sú, sem till. gerir ráð fyrir, verði felld inn í frv. til l. um dýralækna, sem nú liggur fyrir Alþ.“

Landbn. gerði sér það ljóst, þegar hún fjallaði um þetta mál og hún hafði fengið þá umsögn, sem ég hef nú kynnt, að lagt hefur verið fram í Nd. frv. um heildarendurskoðun á dýralæknalögum. Og verði sú löggjöf afgreidd á þessu þingi, er það eðlileg málsmeðferð að fella þetta ákvæði, sem hér um ræðir, inn í þá heildarlöggjöf. Hins vegar er landbn. þessarar hv. d. ekki kunnugt um, hvort tími vinnst til eða reynist kleift að afgreiða þessa heildarlöggjöf um dýralækna á þessu þingi. Það er því niðurstaða n. að mæla með því, að þetta frv. verði samþ. og afgr. frá þessari hv. d. til Nd. Þá fer það væntanlega til landbn. þeirrar d., og hún getur þá gert hvort sem hún vill, tekið ákvæði þessi upp og fellt þau inn í heildarlöggjöfina, ef keppt verður að því að afgreiða það mál, eða afgreitt þetta sem sérstakt frv., svo að sú breyting, sem hér er farið fram á, öðlist lagagildi á þessu þingi. Ég endurtek, að það er álit landbn. að mæla með