19.12.1969
Sameinað þing: 27. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í D-deild Alþingistíðinda. (2966)

117. mál, aðild Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu

Magnús H. Gíslason:

Herra forseti. Ég verð að biðja afsökunar á því, að ég misskildi aðeins þarna áðan þessa atkvgr. í sambandi við þessa till., sem hér var verið að greiða atkvæði um. Það var bara hugsunarleysi hjá mér. Ég var að „spekúlera“ í því, sem ég var með þarna á borðinu fyrir framan mig, og afstaða mín er sú, eins og ég hef reyndar lýst yfir hér á þingi áður, að ég ætlaði ekki að greiða atkv. í þessu máli; ég ætlaði að sitja hjá.

Um afstöðu mína til málsins vita menn annars svona nokkurn veginn. Ég er þessu máli yfirleitt andvígur — a.m.k. á þessu stigi, en ég tel, að það sé eðlilegust afstaða mín, eins og sakir standa, að greiða þessu máli ekki atkvæði í bili, og ég óska þess vegna eftir, að það sé leiðrétt.