22.04.1970
Sameinað þing: 46. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 311 í D-deild Alþingistíðinda. (3111)

180. mál, rækjuveiðar

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Ég vil pakka hv. n. fyrir góða og tiltölulega fljóta afgreiðslu á þessari till. 1. flm. hennar, Þorsteinn Gíslason, hv. 1. þm. Reykv. þáv., er ekki á þingi nú. Tala ég því væntanlega fyrir okkur báða, er ég lýsi ánægju með þessa afgreiðslu.

Eina breytingin, sem n. hefur gert á till., er sú, að þessi ráðstöfun um erindreka verði á vegum Fiskifélags Íslands og Hafrannsóknastofnunarinnar. Og ég verð að telja það mjög eðlilega breytingu og hef síður en svo neitt við hana að athuga. Ég vona, að þetta geti orðið til þess að auka þessa atvinnugrein og efla hana, að þetta verði gert í tilraunaskyni, enda trúi ég því, að rækjuveiðar megi stunda víðs vegar allt í kringum landið, og þær eru þess eðlis, að þær skapa mikla atvinnu í landi jafnframt, ég vil segja óvenjulega mikla atvinnu miðað við það aflamagn, sem venjulegt er. Ég er þakklátur hv. n. fyrir þessa afgreiðslu á málinu.