29.04.1970
Sameinað þing: 49. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 517 í D-deild Alþingistíðinda. (3231)

17. mál, Vesturlandsáætlun

Frsm. (Jón Árnason):

Herra forseti. Till. til þáltill. um Vesturlandsáætlun hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að láta gera framkvæmdaáætlun fyrir Vesturland í þeim tilgangi að bæta afkomu einstaklinga og atvinnugreina og auka byggð á svæðinu á næstu árum.“

Þessari þáltill. var á sínum tíma vísað til fjvn., sem tók málið til athugunar. N. leitaði umsagnar um málið og fékk svör frá þeim aðilum, sem leitað var til. Eftir að svör höfðu borizt var till. tekin á ný til umr. í n., og svo sem kunnugt er var gefið út nál. á þskj. 729. Eftir að þessi þáltill. hafði komið fram voru bornar fram á tveim þskj. brtt. við till., í fyrsta lagi á þskj. 53 frá hv. þm. Guðlaugi Gíslasyni o.fl., og í öðru lagi á þskj. 74 frá hv. 1. þm. Austf., Eysteini Jónssyni, o.fl. Það er álit fjvn., eins og fram kemur í nál., að æskilegt sé, að slíkar byggðaáætlanir séu gerðar sem um getur í þessari þáltill. Hins vegar telur n., að miða beri þessa till. við landsvæðin almennt og hefur því tekið tillit til þess við afgreiðslu málsins að benda á það sérstaklega. Þá er það álit n., eins og fram kemur í nál., að samkvæmt lögum um Atvinnujöfnunarsjóð beri sjóðstjórninni að hafa forgöngu um gerð slíkra áætlana, og á þeim forsendum leggur fjvn. til, að þessari þáltill. verði vísað til ríkisstj.