30.01.1970
Neðri deild: 49. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 425 í B-deild Alþingistíðinda. (347)

156. mál, Iðnþróunarsjóður

Frsm. (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti. Iðnn. hv. d. hefur athugað frv. þetta og haft það til meðferðar, og þótt hv. þdm. hafi ekki enn fengið nál., þá liggur þó sú staðreynd fyrir, að n. skilar sameiginlegu nál. og efnislega er n. sammála frv. þessu og styður það, en nm. allir áskilja sér rétt til þess að flytja eða fylgja brtt., og a.m.k. einn nm., hv. 2. landsk. þm., mun flytja hér brtt. á eftir við 4. gr. Við þá gr. voru gerðar nokkrar aths. við 1. umr. málsins og einmitt það atriði var mikið rætt í n. á fundi hennar í dag og því verður ekki á móti borið, að þær aths., sem fram komu við 1. umr. málsins, falla nokkuð í jarðveg þeirra, sem þessa n. sitja, þótt allir séu ekki sammála þar um. Hins vegar hafði n. samráð við iðnrh., sem tjáði sig fúsan til þess að leggja fram brtt. við þessa gr., sem hann mun gera hér sjálfur grein fyrir á eftir, þess eðlis, að Seðlabankinn muni ekki fá fulltrúa í stjórn þessa sjóðs, heldur fái Útvegsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands sinn fulltrúa hvor. Sjálfur var ég með þá aths. og ég held, að við séum allir sammála um það, nm., að nauðsynlegt sé, að sá aðili í stjórn bankanna, sem Sþ. kýs, þ.e. bankaráðið, hafi með þessa tilnefningu að gera. Á þetta atriði hefur hæstv. iðnrh. ekki aðeins fallizt, heldur og talið sjálfsagt. Ég mun ekki ræða þetta efnislega, hæstv. ráðh. gerði það ýtarlega við 1. umr. hér í hv. d. í gær og mun ég ekki hafa fleiri orð um þetta, en mæli með því, að frv. verði samþ. með þeirri breytingu, sem hæstv. iðnrh. hefur boðað.