19.11.1969
Sameinað þing: 14. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 692 í D-deild Alþingistíðinda. (3578)

902. mál, skóla- og námskostnaður

Fyrirspyrjandi (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. Ég leyfi mér að þakka hinar ítarlegu og greinargóðu upplýsingar, sem hæstv. menntmrh. gaf til svars við mínum fsp. Enn fremur fagna ég því, að innan skamms muni liggja fyrir þingheimi öllum skrifleg grg. um þær tölur, sem hann fór með. Hér er, eins og hann sagði, um nokkuð flókið mál að ræða tölulega séð. Hitt er einfalt mál, að nauðsynlegt er að jafna þann ósanngjarna aðstöðumun, sem æskufólk í landinu býr við varðandi möguleika til þess að afla sér menntunar. Ég treysti því, að hjá hæstv. ríkisstj. ríki nauðsynlegur skilningur á því, að þetta vandamál verði að leysa hið fyrsta.