02.12.1969
Efri deild: 20. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í B-deild Alþingistíðinda. (36)

95. mál, happdrætti fyrir Ísland

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Ég hef á þskj. 126 leyft mér að flytja brtt. við frv. það, sem hér liggur fyrir. Hér er þó einvörðungu um formsatriði að ræða, en enga efnisbreytingu. En þetta er þannig til komið, að eftir 2. umr. málsins var vakin athygli mín á nokkrum formgalla á frv. í sinni upphaflegu mynd, en fyrirsögn þess var, að það sé frv. til l. um breyt. á 1. nr. 25

23. apríl 1969 o.s.frv. En með samþykkt þess frv., sem hér liggur fyrir, mundu umrædd lög falla úr gildi og er því rétt að breyta frv. til samræmis við það, bæði fyrirsögn frv. og sömuleiðis ákvæðum um gildistöku laganna. Það var ekki tími. til þess, eftir að ég hafði gert mér ljósa þörfina á þessum brtt., að kalla fjhn. saman, en ég býst við, að samkomulag hefði orðið í henni um að flytja þessar brtt. Ég vænti þess, að hv. deild fallist á þær skýringar, sem ég hef gefið og samþ. frv. ásamt þessum brtt. mínum.