28.01.1970
Sameinað þing: 32. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 798 í D-deild Alþingistíðinda. (3739)

141. mál, ávísanir með nafni Seðlabanka Íslands á

Fyrirspyrjandi (Jón Árm:

Héðinsson): Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir svörin. Í sjálfu sér gefa þau ekki tilefni til frekari umr. að öðru leyti en því, að helmingur af þeim ávísanaheftum, sem eru í notkun, eru vegna starfsmanna bankans, og það er sagt í svarinu, að það sé til hagræðis. Ég fæ nú ekki séð mismun á því að ávísa launum á hlaupareikning eða ávísanareikning í Seðlabankanum eða Landsbankanum eða einhverjum öðrum banka, sem viðkomandi starfsmaður vill hafa viðskipti við. Þessi röksemd, að þetta sé til hagræðingar, er því léttvæg fundin. En það getur vel verið og er í samræmi við lög, að það sé mögulegt að hafa slík viðskipti, án þess að það sé talið eiga við almenning. En heldur er það óviðkunnanlegt að sjá svona ávísanir í umferð, ef miðað er við grundvallartón laganna.