11.03.1970
Sameinað þing: 38. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 850 í D-deild Alþingistíðinda. (3813)

173. mál, aðild ríkisfyrirækja að Vinnuveitendasambandi Íslands

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Fsp. hljóðar þannig: „Hvaða ríkisfyrirtæki eru aðilar að Vinnuveitendasambandi Íslands? Hvað hafa þau, hvert um sig, greitt til Vinnuveitendasambandsins árin 1967, 1968 og 1969?“

Svarið er sem hér segir. Sementsverksmiðja ríkisins: Árið 1967 185 312 kr., árið 1968 196 268 kr., árið 1969 274 032 kr. Skipaútgerð ríkisins: Árið 1967 257 884 kr., árið 1968 187 260 kr., árið 1969 169136 kr. Landssmiðjan: Árið 1967 150 540 kr., árið 1968 119 984 kr., árið 1969 93156 kr. Síldarverksmiðjur ríkisins: Árið 1967 500 kr., árið 1968 500 kr., árið 1969 500 kr. Tunnuverksmiðjur ríkisins: Árið 1967 1500 kr., árið 1968 1500 kr., árið 1969 1500 kr. Frá miðju ári 1969 er Áburðarverksmiðjan ríkisfyrirtæki. Hún er aðili að Vinnuveitendasambandinu og var árgjald hennar árið 1969 202 812 kr. Þetta eru tæmandi upplýsingar varðandi fsp. eins og hún hljóðar.