22.04.1970
Sameinað þing: 46. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 955 í D-deild Alþingistíðinda. (3929)

927. mál, jarðgöng á Oddsskarðsvegi

Fyrirspyrjandi (Lúðvík Jósefsson):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að spyrja hæstv. samgrh. um eftirfarandi:

„1. Hvað líður undirbúningi að gerð á jarðgöngum á Oddsskarðsvegi?

2. Hvað er áætlað, að göngin kosti?

3. Hvenær má búast við, að göngin verði gerð?“

Hér er um að ræða mjög þýðingarmikla framkvæmd í samgöngumálum á Austurlandi, sem lengi hefur verið beðið eftir, og ég vænti þess, að hæstv. ráðh. geti veitt hér upplýsingar um málið.