02.02.1970
Neðri deild: 51. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 457 í B-deild Alþingistíðinda. (415)

116. mál, verslunaratvinna

Frsm. 1. minni hl. (Eðvarð Sigurðsson):

Herra forseti. Ég get látið nægja að vísa til þess, sem ég sagði um næsta dagskrármál hér á undan, um breytingar á l. um iðju og iðnað. Þetta mál er eins vaxið. Sá er þó munurinn, að í þeim 1., sem hér um ræðir, l. um verzlunaratvinnu, hafa ekki verið nein þau undanþáguákvæði, sem nú er gert ráð fyrir að í þessi lög verði sett, en þau ákvæði eru sama eðlis og um hið fyrra frv. er að segja.

Ég flyt á þskj. 339 sams konar brtt. við þetta frv. og við hið fyrra frv.