02.02.1970
Neðri deild: 51. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í B-deild Alþingistíðinda. (418)

116. mál, verslunaratvinna

Frsm. 1. minni hl. (Eðvarð Sigurðsson):

Herra forseti. Við umr. um 1. dagskrármálið, breyt. á l. um iðju og iðnað, lagði hæstv. iðnrh. til, að brtt. mín væri borin upp í tvennu lagi, vegna þess að hann vildi taka af öll tvímæli um það, að ráðh. hefði ekki leyfi til að brjóta íslenzk lög eða þau leyfi, sem hann gæfi út, brytu ekki í bága við íslenzk lög. Nú hefur hæstv. viðskrh. tekið til máls. Hann hefur ekki sagt neitt um þessa till., en ég vil benda á, að í frv., eins og það liggur nú fyrir, er gert ráð fyrir því, að ráðh. fái heimild til þess að veita undanþágu frá 5. gr. 1., eins og þau eru núna í dag og þar er ekkert undanskilið. Í 5. gr. l. er m.a. að finna þessa setningu: „Sé félag hlutafélag, skal hlutafé enn fremur vera að meira en helmingi eign manna búsettra hér á landi, enda sé ekkert í samþykktum félags, er brjóti í bága við íslenzk lög.“ Samkvæmt frv. því, sem hér liggur fyrir, er farið fram á það, að Alþ. veiti ráðh. heimild til þess að veita undanþágu frá þessari lagagrein allri.