03.02.1970
Efri deild: 48. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 460 í B-deild Alþingistíðinda. (430)

116. mál, verslunaratvinna

Gils Guðmundsson:

Herra forseti. Varðandi það frv., sem hér er til umr., skal ég vísa til þeirra orða, sem ég sagði um það frv., sem afgreitt var hér næst á undan. Við 3 nm., hv. 4. þm. Sunnl., hv. 11. þm. Reykv. og ég, leyfum okkur að flytja einnig við þetta frv. sams konar brtt. og við fluttum við frv. um iðju og iðnað. Þessi brtt. kæmi aftan við næstsíðustu mgr. 2. gr. og er svo hljóðandi:

„Þó er óheimilt að veita leyfi til verzlunarrekstrar án samþykkis Alþingis, ef viðkomandi félag eða fyrirtæki er að hálfu eða meira í eigu erlendra aðila.“

Ég afhendi hæstv. forseta svo þessa brtt. og æski þess, að hann leiti afbrigða um hana.