13.01.1970
Neðri deild: 36. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 482 í B-deild Alþingistíðinda. (473)

9. mál, Rafmagnsveitur ríkisins

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Fjhn. þessarar hv. d. afgreiddi mál þetta með shlj. nál. á þskj. 170 við 2. umr. — Eftir 2. umr. varð niðurstaða okkar tveggja þm., mín og hv. 1. landsk. þm., að rétt væri að flytja brtt. við 6. gr. frv., sem og við gerum á þskj. 182 með vitund annarra hv. nm., um að, þar sem gert er ráð fyrir því í gr. að ráðh. sá, sem fer með raforkumál, skipi 3 menn til að eiga sæti í stjórn Rafmagnsveitna ríkisins, á eftir orðunum „þrjá menn“ komi: „til fjögurra ára í senn“. Teljum við flm. þessarar brtt., að eðlilegt sé, að það sé tímaákvörðun um skipun þessarar stjórnar Rafmagnsveitna ríkisins og þá um leið, að hún sé til fjögurra ára í senn.