17.11.1969
Efri deild: 15. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 490 í B-deild Alþingistíðinda. (497)

15. mál, menntaskólar

Auður Auðuns:

Herra forseti. Vegna þeirra ummæla, sem hér hafa fallið, vil ég sem formaður menntmn. undirstrika það, að á þeim fáu dögum, sem eftir voru af þinghaldinu í fyrra og menntmn. þessarar hv. deildar hafði menntaskólafrv. til meðferðar, var það mitt mat og fleiri í n., að það væri ekki hægt að gera svo stóru máli sem þessu nein viðhlítandi skil á svo stuttum tíma. Ég mætti e.t.v. bæta því hér við, að ég hef persónulega í huga að leita eftir áliti nm. um vissar breytingar á frv., sem ég t.d. tel að hafi verið of skammur tími til þess að athuga til hlítar á þessum fáu dögum. Fleira hef ég ekki um málið að segja að svo stöddu. Frv. sjálft fer til n., sem ég á sæti í, og nú gefst nægur tími til þess að athuga það.