23.03.1970
Efri deild: 61. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 511 í B-deild Alþingistíðinda. (536)

142. mál, eftirlaun aldraðra í stéttarfélögum

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Þetta frv. var borið fram í Ed. og samþ. hér í d. og gekk þá að sjálfsögðu til Nd., þar sem það hefur einnig hlotið samþykki. En þar var gerð á því minni háttar breyting, og þess vegna er málið aftur komið hingað til Ed. Þessi brtt. er þannig, að aftan við ákvæði til bráðabirgða komi ný mgr., svo hljóðandi:

„Gert er ráð fyrir, að endurskoðun fari fram á lögum þessum eftir nokkra byrjunarreynslu af l., ef aðilar samkomulagsins frá 19. maí 1969 eru sammála um, að það sé æskilegt vegna framkvæmdar laganna.“

Þetta mál var á sínum tíma í heilbr.- og félmn. hér í deild. Ég hef ekki séð ástæðu til þess vegna þessarar breytingar að kalla n. saman til þess að fjalla sérstaklega um þessa brtt., sem samþ. var í Nd. Hún virðist svo eðlileg og sjálfsögð og gerir engar grundvallarbreytingar á frv., þannig að mér sýnist nú, að allir ættu að geta orðið sammála um að staðfesta þessa viðbót, sem Nd. hefur samþ. á frv. En að sjálfsögðu, ef einhverjir æskja þess, að þessu yrði vísað til n., þá yrði ég auðvitað reiðubúinn til þess að óska eftir því, að umr. yrði frestað og taka málið fyrir þar.