20.03.1970
Neðri deild: 63. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 569 í B-deild Alþingistíðinda. (580)

166. mál, hækkun á bótum almannatrygginga

Magnús Kjartansson:

Ég vildi aðeins víkja að því, að mér finnst, að hér hafi í dag á Alþ. gerzt næsta ósæmilegir atburðir, sem eru til sönnunar um það, hversu veikgeðja Alþ. er gagnvart hæstv. ríkisstj. Hér hefur hvað eftir annað í dag verið boðuð atkvgr. um tiltekið mál, en til þessarar atkvgr. hefur ekki komið, vegna þess að hæstv. ríkisstj. hefur ekki tekizt að smala hingað nægilega mörgum þm. Það, sem í húfi var, var það, að hæstv. ríkisstj. óttaðist að á það kynni að verða fallizt hér á Alþ., að viðskiptavinir trygginganna fengju eitthvað hærri upphæð en 5–6 kr. á dag. Ég tel, að þessi vinnubrögð, sem hér hafa verið viðhöfð í dag, séu algerlega ósæmandi og ég vil beina því til hæstv. forseta, að hann haldi fullkomlega á virðingu og rétti Alþ. gagnvart hæstv. ríkisstj.