26.01.1970
Efri deild: 38. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 581 í B-deild Alþingistíðinda. (614)

137. mál, verslun með ópíum o.fl.

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Í l. um tilbúning og verzlun með ópíum og fl. nr. 14 frá 20. júní 1923, samanber og l. nr. 43 frá 2. maí 1968 um breyt. á þeim 1., er ekkert ákvæði um bann við vörzlu eða meðferð lyfja þeirra og efna, sem l. taka til eða heimilt er að úrskurða, að falli undir ákvæði l., og ólöglega eru innflutt eða ólöglega framleidd. Þessi l. hafa heldur ekki að geyma ákvæði um upptöku slíks varnings eða ágóða af verzlun með hann. Þá eru refsiákvæði þessara l. einnig orðin úrelt. Þetta frv. er flutt til þess að ráða bót á þessum göllum, en frv. er samið á vegum dóms- og kirkjumálarn. Þessu frv. var vísað til allshn. og er n. meðmælt því, að frv. verði samþ.