24.04.1970
Neðri deild: 81. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 754 í B-deild Alþingistíðinda. (864)

11. mál, skipun prestakalla

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég kvaddi mér hljóðs aðeins vegna þess, að ég hef í gær lagt fram brtt. við frv., sem er víst í þann veginn að koma úr prentun, því að ég veitti því athygli, að þskj. var lesið upp áðan. Nú vil ég mælast til þess, að umr. verði frestað, þangað til þskj. liggur fyrir, því að ég á erfitt með að mæla fyrir till. án þess að hafa hana við höndina. Ef hæstv. forseti vill verða við þessari beiðni, óska ég ekki eftir að segja meira að sinni.