17.12.1969
Sameinað þing: 25. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 186 í B-deild Alþingistíðinda. (97)

1. mál, fjárlög 1970

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Ríkisstj. hefur þegar ákveðið að skipa n. til þess að vinna að undirbúningi mála, svo sem aukinni fræðslu iðnverkafólks, endurhæfingu iðnverkafólks og sérstakra bóta til iðnverkafólks, sem komið er á vissan aldur eða yfir vissan aldur og þarf að hætta störfum vegna breytinga í iðnaðinum og hugsar sér að leggja till. um þetta fyrir Alþ., sem kemur saman eftir áramótin, að svo miklu leyti sem það þarf að koma til kasta Alþ., bæði efnislega og einnig í sambandi við fjárveitingar og er því ekki tímabært að ákveða fjárveitingar nú í þessu sambandi, og segi ég nei.