23.03.1971
Neðri deild: 67. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 934 í B-deild Alþingistíðinda. (1026)

246. mál, bankavaxtabréf

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Þetta frv. er komið frá hv. Ed. og var afgreitt þar með shlj. atkv. eftir shlj. meðmælum frá hv. fjhn. Efni þess er mjög einfalt. Í því felst heimild til Landsbanka Íslands að gefa út nýjan flokk bankavaxtabréfa, allt að 200 millj. kr., en bankinn hefur nú heimild til þess að gefa út bankavaxtabréf að upphæð 100 millj. kr. Bankinn hefur óskað eftir þessari heimild og er í alla staði eðlilegt að verða við þeirri ósk.

Að svo mæltu leyfi ég mér, herra forseti, að leggja til, að málinu verði að lokinni 1. umr. vísað til 2. umr. og hv. fjhn.