19.10.1970
Neðri deild: 3. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 288 í B-deild Alþingistíðinda. (114)

2. mál, gjaldaviðauki

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Ég þarf ekki að hafa mörg orð til að kynna þetta frv. Það hefur um fjölda ára legið hér fyrir Alþ. árlega og er um framlengingu á heimildum til ríkisstj. til að innheimta tiltekin gjöld með viðauka. Ég skal aðeins geta þess, að hér er ekki um neina breytingu að ræða á afgreiðslu frv. frá því, sem verið hefur nú síðustu þing, þannig að það er hér engin ástæða til þess að gera það sérstaklega að umtalsefni. Það er öllum hv. þdm. það vel kunnugt. Og legg ég því til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjhn.