24.03.1971
Efri deild: 73. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1008 í B-deild Alþingistíðinda. (1206)

234. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Einar Ágústsson:

Herra forseti. Við 2. umr. um þetta mál flutti ég ásamt öðrum hv. þm. tillögu til breytinga á kosningum í stjórn Húsnæðismálastofnunar ríkisins. Það var á stjórnum verkamannabústaða. Nú hefur hæstv. félmrh. lýst því eindregið yfir, að samkv. hans skoðun og túlkun rn. hans skuli þessa meðferð viðhafa að óbreyttum lögum. Ég tel mikilsvert að fá þessa yfirlýsingu fram, en sé ástæðu til þess vegna hennar að taka umrædda brtt. aftur.