24.03.1971
Efri deild: 73. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1067 í B-deild Alþingistíðinda. (1270)

213. mál, náttúruvernd

Björn Jónsson:

Ég tel, að svo mikil verkefni séu óunnin á sviði náttúruverndar, að upphæð sem væri eitthvað í námunda við þetta, væri allavegana of lítil fjárveiting og mundi reynast það. Hins vegar er hætta á því, ef slík tala er fest í lög, að ekki yrði mikið vikið frá henni og mál ekki metin sem skyldi við afgreiðslu hverra fjárlaga. Mér þykir því alveg tvísýnt, að þessi tillaga sé til nokkurra bóta og greiði því ekki atkv.