25.03.1971
Efri deild: 75. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1080 í B-deild Alþingistíðinda. (1281)

213. mál, náttúruvernd

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Það er aðeins til þess að fyrirbyggja misskilning, sem annars gæti átt sér stað, áður en gengið verður til atkv. Ég vil árétta það, sem ég held, að ég hafi nú sagt í gær og kannske hefur ekki komið nógu skýrt fram, að n. hafði þann hátt á, þegar hún athugaði brtt., sem fram höfðu verið lagðar, að ef allir voru sammála um að mæla með þeim, þá var mér falið að skýra frá því hér. En aðrar tillögur, sem ekki var einróma samstaða um, skyldu nm. hins vegar hafa óbundnar hendur um. En auðvitað þýðir það ekki, að n. leggi á móti þessum tillögum. Ég vildi aðeins, að það kæmi skýrt fram. Og það er kannske þessu til áréttingar, að ég get sagt frá minni persónulegu afstöðu til brtt. á þessum tveimur þskj., 539 og 562. Ég tek það fram, að það er eingöngu mín persónulega afstaða, en ekki bindandi fyrir n. 2. brtt. á þskj. 539 er ég andvígur. 3. brtt. mun ég hins vegar greiða atkv. Sama máli gegnir með 4. brtt. á þskj. 562, að ég er henni hlynntur. Hins vegar er ég í vafa um 3. og 7. brtt. og mun sitja hjá við þær. Ég vil aðeins skýra frá þessu, að ég hef þannig persónulega mismunandi afstöðu til þessara tillagna, en það má ekki skilja það þannig, að n. sem slík leggi á móti þeim tillögum, sem hún hefur ekki mælt með enn.