30.03.1971
Efri deild: 81. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1335 í B-deild Alþingistíðinda. (1460)

282. mál, fávitastofnanir

Frsm. (Jón Árm. Héðinsson):

Herra forseti. Á þskj. 567 er frv. til l. um breyt. á l. nr. 53 22. apríl 1967, um fávitastofnanir. Sem afleiðing af því, sem er búið að samþykkja í l. um almannatryggingar, er eðlilegt, að þetta frv. fylgi með, og ég þarf ekki að hafa langa framsögu í því efni. Heilbr.- og félmn. var sammála um að mæla með frv., og það kemur fram í 1. gr. frv., að sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins greiði eðlilegan dvalarkostnað fávita á viðurkenndu fávitahæli, hafi vistun hans þar verið úrskurðuð nauðsynleg.

Að svo mæltu legg ég til, að frv. verði samþ. óbreytt til 3. umr.