22.03.1971
Efri deild: 71. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1507 í B-deild Alþingistíðinda. (1575)

281. mál, almannatryggingar

Sjútvrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá atriði, sem ég þarf að taka fram og sérstaklega hefur verið til mín beint að gera grein fyrir. Í fyrsta lagi er það fyrirspurn frá 5. þm. Reykn. varðandi þær hækkanir, sem kynnu að verða á vörum og þjónustu fram til áramóta, hvort hækkanir yrðu á bótum fyrir næstu áramót vegna þeirra. Við þessu er ekki annað svar en það, að í dag er þetta heimilt, og þessar heimildir hafa gjarnan allar verið notaðar, en eftir áramót er það skylt.

Það hefur verið fundið mikið að því, hversu langan tíma hafi tekið að undirbúa þetta frv. Sjálfsagt verða til spurningar hjá þeirri n., sem málið fær til meðferðar, og munu þá þeir, sem í n. voru, svara. En ég minni menn á, að 20% hækkun þýðir 500–600 millj. kr., sem ekki er hægt að afla með litlum fyrirvara. Þess vegna er talið nauðsynlegt að bera málið fram nú, þannig að bæjarfélögum og þeim öðrum, sem eiga að greiða lífeyristryggingarnar, vinnist tími til þess að undirbúa sig undir þessa heimild.

Að öðru leyti þakka ég mönnum prúðmannlegan málflutning, en ítreka óskir mínar um, að málinu verði vísað til heilbr.- og félmn.