25.02.1971
Efri deild: 54. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1732 í B-deild Alþingistíðinda. (1812)

159. mál, fiskimálasjóður

Frsm. (Jón Árnason):

Herra forseti. Frv. það, sem hér um ræðir, er um það að hækka heimild um lán úr fiskimálasjóði úr 400 þús. kr. í 600 þús. kr. Ég geri ráð fyrir því, — og það ber frv. reyndar með sér, — að staða sjóðsins sé þannig í dag, að það er talið eðlilegt, að þessi breyting eigi sér stað, og n. mælir með því, eins og fram kemur í einróma nál., að þetta frv. verði samþ. óbreytt.