17.03.1971
Neðri deild: 63. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1805 í B-deild Alþingistíðinda. (1920)

69. mál, aðstoð Íslands við þróunarlöndin

Frsm. (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti. Þetta er aðeins örstutt, en vegna orða hv. síðasta ræðumanns þá vil ég undirstrika það, sem ég hélt, að hefði komið fram í minni framsöguræðu sem frsm. allshn. hv. d., en ég tel rétt að benda þá aftur á í sambandi við hans fsp. Nú er hans fsp. bundin við mig persónulega. Ég hef ekki talað hér í dag persónulega þannig séð. Ég er hér frsm. n. og hef túlkað hennar mál, eins og ég get. Auðvitað koma mínar persónulegu skoðanir fram þar líka í umr. (Gripið fram í.) Augnablik. Rétt, og ég ætla að svara því alveg hreinskilnislega, og ég tek undir þá skoðun hv. þm., og það er ekki neitt, sem heitir, að ég vilji á þessari stundu standa að slíkri till. Þar sem þeir eru ekki bundnir, sem fara með stjórnina, en við skulum stefna að því, að slíkt geti orðið — undir það skal ég taka heils hugar, hvenær sem er og hvenær sem slík till. kemur fram hér á Alþ. En ef flokksmenn úr öðrum flokkum og þ. á m. flokksmenn og flokksbræður þessa hv. þm. standa gegn þessu og almennt þm. hér í d., til hvers er þá unnið? En ég persónulega er á sömu skoðun og hann um þetta.