07.12.1970
Efri deild: 27. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 2146 í B-deild Alþingistíðinda. (2299)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (JR):

Eftirfarandi bréf hefur borizt til forseta Ed.:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 2. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Ólafur Björnsson,

10. þm. Reykv.

Ég leyfi mér að bjóða Guðmund H. Garðarsson velkominn til starfa hér í hv. þd.