18.12.1970
Efri deild: 40. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 2159 í B-deild Alþingistíðinda. (2338)

Þingfrestun og setning þings að nýju

Forseti (JR):

Ég vil þakka hv. 4. þm. Norðurl. e. fyrir hlýleg orð og árnaðaróskir í minn garð og fjölskyldu minnar og endurtek árnaðaróskir minar til ykkar hv. þdm.

Forseti (MÁM): Þar sem þetta verður væntanlega síðasti þingfundur hv. þd. fyrir jólahátíðina, leyfi ég mér að þakka öllum hv. þdm. ánægjulega og góða samvinnu við mig sem forseta, það sem af er þessu þingi. Ég leyfi mér jafnframt að óska hv. þdm. og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og nýárs. Utanbæjarmönnum árna ég góðrar heimferðar og heimkomu og læt að lokum þá ósk í ljós, að við megum hittast allir heilir á þingi á nýju ári.