04.04.1971
Sameinað þing: 45. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 2165 í B-deild Alþingistíðinda. (2356)

Þinglausnir

Ólafur Jóhannesson:

Ég vil í nafni okkar þm. flytja forseta þakkir fyrir hlý orð og árnaðaróskir í okkar garð. Ég vil nú í þinglokin þakka hæstv. forseta fyrir góða og réttláta fundarstjórn á þessu þingi, sem nú er að ljúka. Og ég vil reyndar þakka honum fyrir fundarstjórn á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, og fyrir gott samstarf við okkur alþm.

Ég vil óska honum og fjölskyldu hans alls góðs á sumri komanda og í framtíðinni. Ég veit, að ég hef mælt þessi orð fyrir munn allra þm. og ég vil biðja hv. alþm. að staðfesta þau með því að rísa úr sætum. — (Þingmenn risu úr sætum.