08.03.1971
Neðri deild: 58. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í C-deild Alþingistíðinda. (2433)

144. mál, námslán og námsstyrkir

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason) :

Herra forseti. Í tilefni af ummælum hv. 3. þm. Sunnl. vildi ég aðeins láta þess getið, að mál þeirra námsmannahópa, sem hann gerði að umtalsefni, hafa einmitt verið til alveg sérstakrar athugunar í rn. og hjá stjórn Lánasjóðsins og eru eitt af þeim verkefnum, sem brýnasta nauðsyn ber til að sinna. Að öðru leyti vildi ég aðeins taka undir ummæli hv. frsm. meiri hl. Ég er honum algerlega sammála um þá lýsingu, sem hann gaf á þeim verkefnum, sem brýnust eru á þessu sviði á næstunni og mun verða unnið ítarlega að í vor og sumar, þannig að till. geti legið fyrir næsta haust, sem hægt yrði þá að leggja fyrir næsta Alþ. af þeim, sem þá fara með völd í landinu, ef þeim þá lýzt á þær till., sem við höfum undirbúið.