18.02.1971
Efri deild: 50. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 195 í C-deild Alþingistíðinda. (2553)

12. mál, aflatryggingasjóður sjávarútvegsins

Frsm. (Jón Árnason):

Herra forseti. Frv. þetta er staðfesting á brbl. um breyt. á l. nr. 74 frá 28. maí 1969, um breyt. á l. nr. 77 28. apríl 1962, um Aflatryggingasjóðs sjávarútvegsins. Efni frv. felur í sér þá breytingu á gjaldi til sjóðsins vegna áhafnadeildar, að það hækkar um 1/2 % og verður þá 11/2%. Breyting þessi var gerð vegna erfiðs fjárhags áhafnadeildarinnar og hefur Verðlagsráð sjávarútvegsins tekið tillit til þessa við verðákvörðun á fiskinum. Er gert ráð fyrir, að þessi hækkun útflutningsgjaldsins muni nægja til þess að mæta útgjöldum deildarinnar.

Sjútvn. mælir einróma með því, að frv. verði samþykkt óbreytt, eins og fram kemur á nál. og leggur til, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 3. umr.