03.03.1971
Neðri deild: 55. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 196 í C-deild Alþingistíðinda. (2563)

12. mál, aflatryggingasjóður sjávarútvegsins

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Eins og fram kemur í nál. sjútvn. á þskj. 413 um þetta mál, mælir n. með samþykkt frv., en einn nm., Lúðvík Jósefsson, óskar tekið fram, að hann sé andvigur gildandi fyrirkomulagi á greiðslu fæðispeninga og að hann styðji þess vegna ekki umrætt frv. Þetta frv. er flutt til staðfestingar á brbl. frá 1. júní 1970, um að auka tekjur Aflatryggingasjóðs sjávarútvegsins vegna áhafnadeildarinnar úr 1% af útflutningi í 11/2%. Sjútvn. mælir með samþykkt frv., eins og ég áðan sagði.