24.03.1971
Efri deild: 73. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 240 í C-deild Alþingistíðinda. (2638)

288. mál, námulög

Forsrh. (Jóhann Hafetein) :

Herra forseti. Ég þarf ekki að hafa nema fá orð til að fylgja úr hlaði frv. þessu til námulaga. Í grg. fyrir frv. er skýrt, hvernig endurskoðun námul. er til komin og í það þarf ég í sjálfu sér ekki að vitna. Aðalatriðið er það, að unnið hafa að þessu um nokkuð langan tíma tveir hæstaréttardómamar, annar núverandi og hinn fyrrverandi, ásamt ráðuneytisstjóranum í iðnrn., en við í rn. töldum okkur hafa rekið okkur á, að námulögin væru orðin allverulega úrelt, enda frá 1909 með smávægilegum breytingum, sem síðar hafa orðið. Í grg. er gerð grein fyrir á fræðilegan hátt, hvernig ákvæði íslenzkrar löggjafar eru í þessu efni, en jafnframt hafa þessir aðilar kynnt sér svipaða löggjöf annarra landa og stílað frv. í samræmi við það.

Nú segi ég um þetta frv., eins og segja verður, því miður, um sum frv., sem mjög seint fram koma, að það er í raun og veru ekki borið fram í þeirri veru, að maður ætlist til þess, að n. geti fjallað um það í tveimur deildum, heldur til þess að það liggi fyrir og þá hafa allir þm. nægan tíma til þess að hugleiða og athuga þessi mál, sem væntanlega yrðu svo borin fram í þessari mynd eða annarri, ef mönnum þóknaðist svo, þegar nýtt þing kemur saman. Það er þess vegna í samræmi við mjög algilda venju hér í þinginu, að slík lög sem þessi eru sýnd í þinglok, til þess að nægur tími gefist til athugunar.

Hér er um mjög veigamikla löggjöf að ræða, sem hvílir á margvíslegum „prinsip“ skoðunum og fræðilegum hugleiðingum og ég geri ráð fyrir því, að þm. almennt sætti sig við slíka meðferð á máli sem þessu. Við höfum rætt það í ríkisstj. að setja aðra löggjöf í fræðilega endurskoðun og þar á ég við vatnal. frá 1921. Þess vegna geri ég ráð fyrir því, að mjög bráðlega verði sett af hálfu stjórnarinnar á laggirnar n. til þess að hefja endurskoðun þeirra, en ég held, að allir geri sér grein fyrir því, að þarna er um mjög veigamikið mál að ræða. Við vorum dálitið í vafa um, hver af ráðh. ætti að skipa þessa nefnd og ég get vel sagt frá því, að fyrst var mér í hug, að ég hafði athugað málið sem iðnrh. á sínum tíma, en svo kom fram réttileg ábending frá landbrh., að e.t.v. væri eðlilegra, að hann skipaði slíka n. Þeir hafa svo skoðað það í landbrn. og verið þeirrar skoðunar, að það væri margra hagsmuna að gæta í sambandi við setningu vatnalaga, og sennilega væri formlega eðlilegast, að forsrn. hlutaðist til um skipun slíkrar nefndar.

Fleiri orð skal ég svo ekki um þetta hafa, en legg til, að þessu frv. til námulaga verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr. og til iðnn.