23.11.1970
Neðri deild: 22. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 423 í C-deild Alþingistíðinda. (2904)

125. mál, Vestfjarðaskip

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Ég þarf engu að bæta við það, sem ég áðan sagði. En ég læt í ljós undrun mína yfir því, að þegar hv. þm. hafði farið bónleiður til búðar hjá einum Vestfjarðaþm., þá skyldi hann ekki láta sér detta í hug að leita til höfundar frv., sem er búsettur í Vestfjarðakjördæmi, þó að hann þessa stundina hafi ekki umboð fyrir Vestfirðinga, það finnst mér ákaflega litið hugmyndaflug hjá hv. þm., að láta sér þá ekki detta í hug að óska eftir meðflutningi höfundarins að frv. Og læt ég þar við sitja.