24.02.1971
Neðri deild: 52. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 500 í C-deild Alþingistíðinda. (3024)

165. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð út af orðum hv. 2. þm. Reykn. Það var einmitt til þess að vekja athygli á því, að þegar þetta mál, sem hann hefur mælt hér fyrir, fær skoðun í hv. fjhn., þá liggur það að sjálfsögðu fyrir eins og frv. hæstv. ríkisstj., en n. mun við afgreiðslu þess að sjálfsögðu taka tillit til þeirrar greinar, sem er í frv. ríkisstj., og mæli n. með því, að sú grein verði samþ., þá veit ég, að hv. þm. lítur svo á, að hans frv. hafi þar með náð fram að ganga.