18.12.1970
Sameinað þing: 19. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í D-deild Alþingistíðinda. (3342)

180. mál, frestun á fundum Alþingis

Forsrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Ég flyt hér þáltill. á þskj. 269 um að Alþ. álykti að veita samþykki til þess, að fundum þingsins verði frestað frá morgundeginum eða síðar, ef henta þykir, enda verði það kvatt saman að nýju eigi síðar en 25. jan. Þessi till. er í samræmi við slíkar till., sem áður hafa verið hér til meðferðar undir slíkum kringumstæðum. Ég hef ástæðu til þess að ætla, að menn séu yfirleitt sáttir á þennan tíma, sem ætlaður er til þinghlésins. Ég held, að það hafi oftast verið svo, að þessi till. hafi ekki farið til n., og vildi þess vegna mega leggja til, að svo yrði enn, að till. yrði afgr. án þess að hún færi til n., og vil biðja forseta að hlutast til um, að hún geti náð samþykki í dag. Þá er gert ráð fyrir, að við getum lokið störfum þingsins í dag eða ekki síðar en á morgun, sem kynni að verða, ef þingstörfin drægjust eitthvað á langinn, þau, sem eftir eru nú í dag.