25.01.1971
Sameinað þing: 21. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í D-deild Alþingistíðinda. (3353)

49. mál, æðarrækt

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Í fjarveru framsögumanns, hv. 3. þm. Austf., vil ég segja örfá orð um þetta nál. Þáltill. um stuðning við æðarrækt var flutt á síðasta þingi, en varð þá ekki útrædd. Snemma á þessu þingi var sams konar till. flutt af mér ásamt nokkrum öðrum hv. alþm. Allshn. hefur nú fjallað um þetta mál. Nm. urðu allir sammála um, að hér væri um þjóðnytjamál að ræða og beita þyrfti ákveðnari og sterkari aðgerðum til þess að koma í veg fyrir fjölgun svartbaks og annarra vargfugla og efla að öðru leyti stuðning við æðarrækt á allan hátt. Samkvæmt þessu mælir allshn. einróma með því, að till. verði samþ.