02.04.1971
Sameinað þing: 40. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 83 í D-deild Alþingistíðinda. (3517)

108. mál, bann við laxveiði í Norður-Atlantshafi

Frsm. (Bragi Sigurjónsson):

Herra forseti. Till. þessi fjallar um bann við laxveiði í Norður-Atlantshafi, og eru flm. alþm. Ágúst Þorvaldsson, Halldór E. Sigurðsson og Ásgeir Bjarnason. Allshn. hefur fjallað um þessa till. og leggur til, að henni sé örlítið breytt, eins og kemur fram á þskj. 720, að tillgr. orðist svo:

„Í samræmi við eindregna stefnu Íslands á alþjóðavettvangi ályktar Alþingi að skora á ríkisstj. að beita sér fyrir samkomulagi Evrópuþjóða um algert bann við laxveiði í Norður-Atlantshafi.“

Allir nm. rituðu undir það að leggja til, að till. yrði samþ. þannig orðuð.