16.12.1970
Efri deild: 36. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 589 í B-deild Alþingistíðinda. (406)

178. mál, verðlagsmál

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Þetta mál er komið frá hv. Nd., þar sem það var samþ. með shlj. atkv., án þess að því væri vísað til n. Efni málsins er mjög einfalt. Síðan gildandi lagaákvæði um núv. skipan verðlagsnefndar gengu í gildi og voru fyrst samþ., hafa þau ávallt verið sett til eins árs í senn. Að óbreyttum lögum mundi því umboð verðlagsnefndar falla niður 31. des. n. k. Er vonandi enginn ágreiningur um, að eðlilegt sé, að n. haldi umboði sínu á næsta ári — á árinu 1971, og er það efni þess frv., að svo skuli vera — annað ekki.

Ég leyfi mér, herra forseti, að leggja til, að málinu verði vísað til 2. umr. Ég sé ekki ástæðu til að vísa málinu til n. vegna þess, hversu einfalt málið er í eðli sínu.