10.11.1970
Sameinað þing: 9. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 577 í D-deild Alþingistíðinda. (4223)

321. mál, sjónvarpsmóttaka í Ólafsvík, Rifi, Hellisandi og nágrenni

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Skilyrði til sjónvarpsviðtöku í Ólafsvík, Rifi og Hellissandi og nágrenni munu batna, þegar endanleg stöð verður reist í nánd við Ólafsvík. Væntanlega verður það á næsta ári, en sem stendur er notazt við bráðabirgðastöðvar á Ingjaldshóli og Geirakoti, en þær voru reistar á fyrsta starfsári sjónvarpsins. Arnarstapi og nágrenni nær Reykjavíkur- og Skagafjarðarstöðinni mismunandi vel. Áætlað var frá upphafi að reisa endurvarpsstöð fyrir þetta svæði. Stöðin verður reist, en er ekki enn þá komin á framkvæmdaáætlun.