26.01.1971
Sameinað þing: 22. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 665 í D-deild Alþingistíðinda. (4386)

157. mál, gengistöp hjá Fiskveiðasjóði

Fyrirspyrjandi (Björn Pálsson):

Herra forseti. Ég tók saman þessar tölur í einu lagi. Heildarskuldirnar virðast vera, eftir gengislækkunina, 1435 millj. samkv. skýrslunni, sem Elías Halldórsson gefur og hans bókhaldari, 1435 millj. Gengistapinu 1967 er jafnað niður á 540 millj., en 1968 á 604 millj., þannig að það er rúmlega þriðjungur í fyrra skiptið og dálítið hærra í seinna skiptið. Þetta eru hinar réttu tölur. Svo segir sjóðsstjórnin og hæstv. ráðh., að jafnað hafi verið niður á alla jafnt, og þetta er lesið upp fyrir þinginu. Annars vildi ég aðeins óska þess að fá skýrt svar: Ætlar ríkisstj. að skipta sér nokkuð af þessu? Er það ekki afráðið, eða vill hún athuga málið betur? Eða ætlar hún að láta málið alveg afskiptalaust?